Um listamanninn
Herdís Anna Jónasdóttir sópransöngkona er fædd og uppalin á Ísafirði og hóf tónlistarnám sitt þar áður en hún hélt til framhaldsnáms við Listaháskóla Íslands og síðar Hanns Eisler tónlistarháskólann í Berlín. Að loknu námi starfaði hún við óperustúdíó Óperunnar í Zürich og var síðan fastráðin við óperuna í Saarbrücken um fimm ára skeið. Hún einskorðar sig þó alls ekki við óperutónlist og söngleiki heldur hefur hún haldið ljóðatónleika, sungið kirkjutónlist og verið öflugur flytjandi samtímatónlistar. Hún hefur komið fram með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur, Caput, Barokkbandinu Brák og Orchester im Treppenhaus og tók nýverið þátt í frumflutningi óperunnar Hundrað þúsund eftir Þórunni Grétu Sigurðardóttur og Kristínu Eiríksdóttur sem vakti mikla athygli. Herdís hefur hlotið ýmsar viðurkenningar, m.a. Íslensku tónlistarverðlaunin og Grímuna. Fyrsta sólóplata hennar, Nýir vængir, kom út árið 2021.
Tónlist
Dagskrá
10:00-11:30
09:30-10:00
14:00-17:00
09:00-11:45
14:00-17:00
12:15
20:00
17:00