Kammertónlistarnámskeið fyrir strengjaleikara, blásara og píanista í litlum hópum. Kennarar og reyndari hljóðfæraleikarar leika með nemendum í kammerhópum en öllum þáttakendum er komið fyrir í samspilshópi. Einnig er hægt að fá einkatíma og taka þátt í hljóðfæra masterclass hjá kennurum hátíðarinnar.
Kennsla fer fram í Tónlistarskóla Ísafjarðar en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar. Kennsla fer fram 17., 18., 19. og 20. júní. Nemendur mæta fyrst til leiks kl. 12 þann 17. júní. Þátttökugjald í námskeiðinu er 40.000 kr. Hátíðarpassi er innifalinn.
KENNARAR
Helga Karen, píanó
Owen Dalby, fiðla
Amelia Korbitz, fiðja
Liam Battle, selló
John-Austin King, píanó
Sæunn Þorsteinsdóttir, selló
Skráning fer fram á vefnum í gegnum form. Eftir að formið hefur verið fyllt út og sent inn hafa skipuleggjendur samband.