SPENNANDI NÁMSKEIÐ
Frá upphafi hefur öflugt námskeiðahald verið lykill í starfsemi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið. Margir færir tónlistarmenn og -kennarar hafa kennt á hátíðinni í áranna rás.
Skráning
Námskeiðsgjöldum er stillt í hóf og hægt að sækja um heimagistingu.
Skráning á námskeiðin fer þannig fram að send er fyrirspurn á greipur@viddjupid.is.
Almennt gjald á masterclass er 40.000 kr. Innifalin er kennsla á fjögurra daga námskeiði, passi á tónlistarhátíðina Við Djúpið og sérstök dagskrá fyrir nemendur.
KAMMERTÓNLIST
Sérstök áhersla er lögð á kammertónlistarnámskeið hátíðarinnar 2024 fyrir strengjaleikara, blásara og píanista í litlum hópum. Kennarar hátíðarinnar, sem koma meðal annars úr kammersveitinni Orchester im Treppenhaus frá Þýskalandi, leika með nemendum í kammerhópum ásamt aðstoðarkennurum. Kennsla fer fram dagana 18.–22. júní.
Einnig verður hægt að fá einkatíma og taka þátt í hljóðfæramasterclass hjá kennurum hátíðarinnar.
Skráning stendur yfir fyrir hópa og einstaklinga þar sem öllum verður komið fyrir í samspilshópum.
Kennarar:
Moritz Ter-Nedden, fiðluleikari
Christine Köhler, flautuleikari
Amelia Korbitz, fiðluleikari
Liam Battle, sellóleikari
John-Austin King, píanóleikari
LEIKJANÁMSKEIÐ
Spennandi öðruvísi leikjanámskeið í tónlist fyrir börn til að efla tónlistarþekkingu og vitund barna ásamt því að kynna þau fyrir nýjum og skemmtilegum hliðum tónlistarinnar. Áhersla er lögð á leiki, söng, aðferðir við að semja tónlist og spuna.
Námskeiðin fara fram dagana 18.–22. júní en síðasta daginn verður afrakstur sýndur áhugasömum á litlum tónleikum.
1.–4. bekkur: Kl. 13–15 5.–10. bekkur: Kl. 9–12
Kennarar:
Svava Rún Steingrímsdóttir
Katrín Karítas Viðarsdóttir
Verð á barn er 15.000 kr. (systkinaafsláttur í boði). Skráning á námsleiðin fer fram á netfanginu bjarneyingibjorg@gmail.com
SÖNGUR
Herdís Anna Jónasdóttir
Söngkonan eftirsótta Herdís Anna Jónasdóttir leiðir masterclass í söng á hátíðinni. Kennslan fer fram yfir fjóra daga frá 18.–21. júní. Hver nemandi fær um 25 mínútur á dag en kennslan fer fram í hóptímum. Námskeiðinu lýkur með að nemendum býðst að koma fram á tónleikum síðdegis 21. júní.
Herdísi til aðstoðar verður píanóleikarinn Alexander Vorontsov.
FIÐLA
Moritz Ter-Nedden
Þýski fiðlukeikarinn og kennarinn Moritz Ter-Nedden kennir á kammertónlistar-námskeiði hátíðarinnar en býður fiðlunemendum einnig á fiðlunámskeið.
FLAUTA
Christine Köhler
Þýski flautuleikarinn Christine Köhler kennir flautunemendum á sumarnámskeiði með masterclass-sniði á hátíðinni 2024.
SELLÓ
Sæunn Þorsteinsdóttir
Íslenski sellóleikarinn og kennarinn Sæunn Þorsteinsdóttir býður sellónemendum í einkatíma á hátíðinni 2024.