KAMMARTÓNLIST
Kammertónlistarnámskeið fyrir strengjaleikara, blásara og píanista í litlum hópum. Kennarar og reyndari hljóðfæraleikarar leika með nemendum í kammerhópum en öllum þáttakendum er komið fyrir í samspilshópi. Einnig er hægt að fá einkatíma og taka þátt í hljóðfæra masterclass hjá kennurum hátíðarinnar.
Kennsla fer fram í Tónlistarskóla Ísafjarðar en þar er öll aðstaða til fyrirmyndar. Kennsla fer fram 17., 18., 19. og 20. júní. Nemendur mæta fyrst til leiks kl. 12 þann 17. júní. Þátttökugjald í námskeiðinu er 40.000 kr. Hátíðarpassi er innifalinn.
KENNARAR
Helga Karen, píanó
Owen Dalby, fiðla
Amelia Korbitz, fiðla
Liam Battle, selló
John-Austin King, píanó
Sæunn Þorsteinsdóttir, selló
Skráning fer fram á vefnum í gegnum form. Eftir að formið hefur verið fyllt út og sent inn hafa skipuleggjendur samband.
TÓNLISTARLEIKJANÁMSKEIÐ FYRIR BÖRN
Annað árið í röð stendur hátíðin fyrir tónlistarleikjanámskeiði fyrir börn á grunnskólaaldri sem eru í sumarfríi. Markmið námskeiðsins er að efla tónlistar þekkingu barna og kynna þeim fyrir nýjum og skemmtilegum hliðum tónlistarinnar. Þau henta bæði börnum sem hafa kynnst tónlistarnámi og þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref.
6.–10 bekkur: frá kl. 9 til kl. 12
1.–5. bekkur: frá kl. 13 til kl. 16.
Kennsla fer fram í Rögnvaldarsal Edinborgarhússins dagana 16.–20. júní og skráning fer fram hér á vefnum hér að neðan. Þáttökugjald er 15.000 kr. Veittur er systkinaafsláttur er nemur 5.000 kr. á hver systkini eftir fyrsta sem skráð er.
KENNARAR
Sava Rún Steingrímsdóttir
Katrín Karítas Viðarsdótti
Ásta Kristín Pjetursdóttir