Um listamanninn
Bandaríska tónskáldið Ellis Ludwig-Leone sótti tónskáldasmiðju Við Djúpið árið 2012 og tók þá ástfóstri við Ísafjörð. Hann hefur komið hingað af og til síðan og unnið að ýmsum verkefnum. Ellis varð fyrst þekktur sem lagahöfundur indí-hljómsveitarinnar San Fermin en hefur undanfarinn áratug samið tónlist fyrir ýmsa fremstu tónlistarmenn og kammerhópa í heimalandinu og utan þess. Hann hefur líka unnið með listamönnum í öðrum greinum svo sem danshöfundinum Troy Schumacher og flokki hans BalletCollective. Nýjasta samvinnuverkefni þeirra er dansóperan The Night Falls, með líbrettói eftir Karen Russell, sem frumsýnd var í fyrra og útnefnd ein af bestu danssýningum ársins af The New York Times.
Tónlist
Dagskrá
FALSE WE HOPE
FALSE WE HOPE
Miðvikudagur 19. júní
20:00
Hamrar – Austurvegi 11
HÁDEGISTÓNLEIKAR: TVÍFARAR
HÁDEGISTÓNLEIKAR: TVÍFARAR
Föstudagur 21. júní
12:15
Bryggjusalur – Edinborgarhúsi
Rehearsal: Eröffnungskonzert + False We Hope
Mánudagur 17. júní
12:30-17:00
Hamrar – Austurvegi 11
Síðkvöld: Tvífarar, framhald
Síðkvöld: Tvífarar, framhald
Föstudagur 21. júní
22:00
Dokkan