Spennandi námskeið
Frá upphafi hefur öflugt námskeiðahald verið lykill í starfsemi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið. Margir færir tónlistarmenn og -kennarar hafa kennt á hátíðinni í áranna rás. Skráning á námskeiðin fer þannig fram að send er fyrirspurn á greipur@viddjupid.is
Kammertónlist
Aðalnámskeið hátíðarinnar 2023 er kammertónlistarnámskeið fyrir strengjaleikara, blásara og píanista í litlum hópum sem munu spila með leiðbeinendum hátíðarinnar sem koma frá kammerhópnum Decoda í Bandaríkjunum. Einnig verður hægt að fá einkatíma og taka þátt í masterclass hjá kennurum hátíðarinnar.
Skráning stendur yfir fyrir hópa og einstaklinga þar sem öllum verður komið fyrir í samspilshópum. Námskeiðsgjöldum er stillt í hóf og hægt að sækja um heimagistingu.
Kennarar:
Flauta:
Catherine Gregory
Ástralski flautuleikarinn Catherine Gregory kennir flautunemendum á sumarnámskeiði með masterclass-sniði á hátíðinni 2023.
Píanó
David Kaplan
Bandaríski píanóleikarinn og kennarinn David Kaplan kennir á masterclass-námskeið hátíðarinnar.
Selló
Sæunn Þorsteinsdóttir
Íslenski sellóleikarinn og kennarinn Sæunn Þorsteinsdóttir býður sellónemendum í einkatíma á hátíðinni 2023.
Kennarar
Catherine Gregory
David Kaplan
Sæunn Þorsteinsdóttir