Um listamanninn
David Kaplan píanóleikari kemur ýmist fram einn síns liðs, í kammerhópum, eða sem einleikari með hljómsveit. Hann hefur meðal annars leikið með The Britten Sinfonia og Sinfóníuhljómsveit Berlínar og haldið einleikstónleika á Ravinia tónlistarhátíðinni, Music on Main í Vancouver og í National Gallery í Washington. Einleikstónleikar hans árið 2015, New Dances in the League of David, þar sem hann stefndi saman Davidsbündlertänze eftir Schumann og 16 nýjum verkum eftir tónskáld eins og Marcos Balter og Caroline Shaw, voru taldir einir þeir bestu það árið af gagnrýnendum New York Times.
David stundaði tónlistarnám við UCLA og síðar Yale-háskóla og lærði einnig hljómsveitarstjórn um tveggja ára skeið í Berlín. Hann hefur komið fram á mörgum kammermúsíkhátíðum og er einn stjórnenda tónleikaraðarinnar Lyrica Chamber Music í Morris-sýslu. Auk þess að starfa með Decoda-hópnum hefur hann átt gjöfult samstarf við strengjakvartetta eins og Attacca, Enso og Hausman. Hann kennir píanóleik við UCLA í Kaliforníu.