Um listamanninn
Ástralski flautuleikarinn Catherine Gregory er eftirsóttur einleikari og kammermúsíkant. Hún leggur rækt við sígilda tónlist jafnt sem samtímaverk og hefur komið fram víða um heim, svo sem í Alice Tully Hall í New York, í Elbphilharmonie í Hamborg og í óperuhúsinu í Sydney. Í New York Times sagði um leik hennar að hann væri „töfrum slunginn“, tónninn „þéttur og safaríkur“.
Catherine er mjög annt um að ná til ólíkra hópa með tónlistinni. Hún hefur meðal annars þróað verkefnið Just Breathe með krabbameinssjúklingum og umönnunaraðilum þeirra. Þar kanna þátttakendur samtvinnun öndunar, lífs, tónlistar og tilfinninga gegnum einleiksverk sem samin eru sérstaklega fyrir Catherine. Hún er líka vel metinn kennari og gegnir nú stöðu við Herb Alpert tónlistardeildina í UCLA þar sem hún leggur áherslu á að styrkja nemendur í að tengja list sína samfélagsþátttöku.
Catherine er einn af listrænum stjórnendum Decoda hópsins. Þau David Kaplan hafa leikið saman frá árinu 2014 og á þessu ári kemur út platan Vent þar sem þau leika samnefnt verk eftir David Lang, auk verka eftir Gabrielu Frank og Sergej Prokofíev, meðal annarra.