Fram koma
Clara Lyon, fiðla Hannah Collins, selló Sæunn Þorsteindóttir, selló Sellósveit hátíðarinnar
Tónlist
Á þessum tónleikum stefna flytjendur saman verkum úr ýmsum áttum. Þeir hefjast á barokkverki eftir prestinn og tónskáldið Francesco Bonporti. Þaðan liggja þræðir yfir í verkið Shaked Graces eftir Elizu Brown þar sem hún tekur skreytinótur barokktónlistarinnar til rannsóknar og endurvinnslu. Á milli þessara verka hljómar svo strengjastúdía eftir Danann Simon Steen Andersen frá árinu 2007 en á síðari hluta tónleikana hverfum við eina öld aftur í tímann og heyrum sónötu Ravels fyrir fiðlu og selló, skemmtilegt verk og krefjandi í flutningi.
Efnisskrá
Francesco Antonio Bonporti Aria cromatica e variata í a-moll (1726)
Simon Steen Andersen Study for String Instruments, Number 1 (2007)
Eliza Brown Shaked Graces (2009)
Maurice Ravel Sónata fyrir fiðlu og selló, M. 73 (1922) I. Allegro II. Très vif III. Lent IV. Vif, avec certain
Antonín Dvořák Skógarkyrrð