Um listamanninn
Clara Lyon stundaði nám við Juilliard-tónlistarháskólann og SUNY Stony Brook en hefur undanfarin ár búið í Chicago þar sem hún hefur verið leiðari og listrænn stjórnandi Spektral strengjakvartettsins og kennt við Chicago-háskóla. Undir forystu Clöru gaf kvartettinn gaf meðal annars út plötu með verkum eftir Önnu Þorvaldsdóttur, flutti alla strengjakvartetta Arnolds Schönberg og var í þrígang tilnefndur til Grammy-verðlauna í ólíkum flokkum.
Clara hefur unnið til verðlauna í tónlistarkeppnum og komið fram sem einleikari og kammermúsíkant víða um heim. Í starfi sínu hefur hún lagt áherslu á samvinnu við fólk úr öðrum listgreinum og á nýsköpun og nýjar leiðir í miðlun, svo sem í samstarfi sínu við Hönnuh Collins sellóleikara og myndlistarmanninn Antoniu Contro, og í listahópnum Theorem Collective. Clara kemur oft fram með Decoda en einnig með Argento Ensemble, A Far Cry, Novus og Lydian kvartettinum.