Um listamanninn
Thomas Posth er hljómsveitarstjóri, sellóleikari og listrænn stjórnandi Orchester im Treppenhaus. Hann stundaði nám við tónlistarháskólana í Hannover og Detmold og hlaut stjórnandaþjálfun við Dirigentforum des Deutschen Musikrats þar sem hann nam m.a. hjá Colin Metters, Reinhard Goebel og Kurt Masur. Hann hefur unnið með ýmsum hljómsveitum, bæði kammersveitum og sinfóníuhljómsveitum. Thomas er prófessor og tónlistarstjóri við háskólann í Hamborg þar sem hann stjórnar kór og hljómsveit skólans og hann kennir einnig við tónlistarháskólana í Würzburg og Hannover. Hann stofnaði Orchester im Treppenhaus árið 2006 og hlaut tveimur árum síðar Praetorius-Förderpreis, tónlistarverðlaun sem menntamálaráðuneytið í Neðra-Saxlandi veitir árlega.
Tónlist
Dagskrá
20:00
17:00