Um listamanninn
Orchester im Treppenhaus er skipuð ungu fólki sem vill víkka út hefðbundna ramma tónleikaformsins, tengja það nútíma veruleika og glæða lífi. Þau spyrja hvers sígild tónlist sé megnug á okkar dögum og kanna nýjar leiðir til að miðla henni – þær geta falist í ófyrirsjáanlegri efnisskrá, í óvenjulegri nánd eða nýrri hlustunarreynslu eins og að heyra tónlist í myrkri. Hljómsveitin efnir oft til samstarfsverkefna með listamönnum í heimaborg sinni, Hannover, og hefur margsinnis komið fram á tónlistarhátíðum innan og utan Þýskalands. Frá árinu 2020 hefur sveitin staðið fyrir eigin hátíð, Sea Sounds, sem haldin er í ágúst ár hvert á eynni Norderney í Norðursjó. Hún heldur einnig úti hlaðvarpinu Stocksteif & Prüde þar sem meðal annars má kynnast nálgun þeirra á músíkmiðlun. Árið 2021 hlaut Orchester im Treppenhaus Perspektivpreis þýsku leiklistarverðlaunanna Faust fyrir „að feta að öllu leyti nýja og nútímalega slóð í tónleikahaldi“ eins og dómnefndin orðaði það.
Tónlist
Dagskrá
20:00
17:00