Um listamanninn
Söngkonan Eliza Bagg einbeitir sér að samtímatónlist, bæði eigin sköpun og verkum annarra tónskálda. Hún kemur oft fram sem einsöngvari en er líka meðlimur sönghópsins Roomful of Teeth og ferðast með honum víða um heim. Eliza hefur farið með hlutverk í fjölmörgum nýjum óperum, nú síðast í over and over vorbei nicht vorbei eftir Ted Hearne í Komische Oper Berlin, og sungið einsöng með sinfóníuhljómsveitum eins og þeim í Chicago, Boston og Los Angeles. Þá er hún virk í rafpoppi þar sem hún gefur út tónlist undir nafninu Lisel, og í indírokksenunni m.a. sem meðlimur í hljómsveitinni Pavo Pavo, og hefur meðal annars komið fram á Iceland Airwaves.
Dagskrá
FALSE WE HOPE
FALSE WE HOPE
Miðvikudagur 19. júní
20:00
Hamrar – Austurvegi 11
HÁDEGISTÓNLEIKAR: TVÍFARAR
HÁDEGISTÓNLEIKAR: TVÍFARAR
Föstudagur 21. júní
12:15
Bryggjusalur – Edinborgarhúsi
Rehearsal: Eröffnungskonzert + False We Hope
Mánudagur 17. júní
12:30-17:00
Hamrar – Austurvegi 11