Um listamanninn
Alexander Vorontsov er af rússnesku bergi brotinn en óx upp í Þýskalandi og stundaði píanónám hjá Matti Raekallio og Lars Vogt við tónlistarháskólann í Hannover. Hann hefur komið fram á tónleikum víða um lönd, bæði sem sólisti og í kammertónlist. Þar má nefna tónleika í Konzerthaus Berlin, Elbphilharmonie Hamborg og í Mariinskíj-leikhúsinu í Sankti Pétursborg. Þá hefur Alexander komið fram á hátíðum í Bad Kissingen, Luzern, Würzburg og víðar. Hann er styrkþegi Deutsche Stiftung Musikleben sem styrkir ungt framúrskarandi tónlistarfólk.
Alexander leikur með söngnemendum á masterclass í söng sem Herdís Anna Jónasdóttir leiðir.
Tónlist
Dagskrá
OPNUNARTÓNLEIKAR
OPNUNARTÓNLEIKAR
Mánudagur 17. júní
20:00
Hamrar – Austurvegi 11
LOKAHÁTÍÐ
LOKAHÁTÍÐ
Laugardagur 22. júní
17:00
Hamrar – Austurvegi 11