HAMRAR, ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚNÍ KL. 20.
Fram koma
Efnisskrá
Góð eftir atvikum
Á þessum tónleikum er strengjakvartett úr hljómsveitinni Orchester im Treppenhaus í hlutverki eins konar bráðaliða sem bregðast við líðan tónleikagesta með klassískri innspýtingu við hæfi. Eðli málsins samkvæmt eru þessir tónleikar óvissuferð og verða ykkur áreiðanlega ógleymanleg upplifun.
Orchester im Treppenhaus er skipuð ungu fólki sem vill víkka út hefðbundna ramma tónleikaformsins, tengja það nútíma veruleika og glæða lífi. Þau spyrja hvers sígild tónlist sé megnug á okkar dögum og kanna nýjar leiðir til að miðla henni – þær geta falist í ófyrirsjáanlegri efnisskrá (eins og raunin er á tónleikunum í kvöld), í óvenjulegri nánd, nýrri hlustunarreynslu. Þau halda til dæmis tónleika í myrkri og diskótónleika þar sem áheyrendur dansa og engir stólar eru í boði, og loks má nefna tónleika í röðinni Date deine Musik þar sem áheyrendur geta valið uppáhaldskafla úr tónverkum með eins konar músikölsku stefnumótaappi.
Hljómsveitin efnir oft til samstarfsverkefna með listamönnum í heimaborg sinni, Hannover, bæði leikhúsfólki, tónskáldum og vídeólistamönnum og þeim hefur margsinnis verið boðið á tónlistarhátíðir innan og utan Þýskalands. Frá árinu 2020 hefur Orchester im Treppenhaus staðið fyrir eigin hátíð, Sea Sounds, sem haldin er í ágúst ár hvert á eynni Norderney í Norðursjó og haustið 2022 bættu þau enn í og héldu í fyrsta sinn hátíðina Klangblasen í Hannover. Hljómsveitinni er mjög annt um samstarf við sitt nærumhverfi og um tónlistaruppeldi nýrra kynslóða. Þau hlúa að þessum þáttum í gegnum Step Up sem er nokkurs konar fræðsludeild hljómsveitarinnar og býður upp á námskeið fyrir almenning, tónleika fyrir börn með þátttöku þeirra, þjálfun fyrir tiltekna hópa og margt fleira.
Árið 2021 hlaut Orchester im Treppenhaus Perspektivpreis þýsku leiklistarverðlaunanna Faust fyrir „að feta að öllu leyti nýja og nútímalega slóð í tónleikahaldi“ eins og dómnefndin orðaði það.
A sting quartet responds musically to emergencies of all kinds. In Your own Emergency Concert, each listener can have their minor or major emergencies treated individually by the string quartet with a classical infusion.
Exciting concert experience at Við Djúpið Music Festival with a lively string quartet from Germany.