Tónlistarhátíð og sumarnámskeið á Ísafirði 17.–21. júní 2023
TÓNLEIKAR
Fjölbreyttir tónleikar prýða dagskrá tónlistarhátíðarinnar alla daga hennar. Á hverju kvöldi er blásið til hátíðartónleika í Hömrum, sal Tónlistarféalgs Ísafjarðar en auk þess eru hádegistónleikar í Edinborgarhúsinu og meira að segja pikknikktónleikar í Blómagarðinum á Austurvelli.
NÁMSKEIÐ
Frá upphafi hefur öflugt námskeiðahald verið lykill í starfsemi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið. Margir færir tónlistarmenn og -kennarar hafa kennt á hátíðinni í áranna rás.
ÍSAFJÖRÐUR
Ísafjörður skapar fullkomna umgjörð fyrir hátíðina. Aðstaða til leikahalds er góð en bærinn býður upp á fjölbreytta tónleikastaði. Kennsluaðstaða er til fyrirmyndar og vegalendir stuttar. Gestum hátíðarinnar gefst svo tækifæri til að njóta einstakrar náttúru svæðisins milli tónleika og kennslustunda.