Um listamanninn
Asteío tríóið var stofnað í fyrra af þremur hljóðfæraleikurum sem koma hvert úr sinni áttinni en kynntust í námi sínu við tónlistardeild McGill-háskóla í Montreal í Kanada.
Claire Hebeisen fiðluleikari er frá Baltimore og stundað nám við Peabody tónlistarskólann þar sem Judith Ingólfsson var kennari hennar. Í vor útskrifaðist hún með einleikarapróf (Graduate Diploma in Performance) frá McGill.
Anthony De Clara hóf sellónám í heimaborg sinni Toronto áður en hann færði sig um set til Ottawa og síðar Montreal þar sem hann lauk nýlega meistaraprófi.
Píanóleikarinn Veola Sun er einnig nýlega búin með meistarapróf sitt frá McGill. Hún kemur frá Los Angeles þar sem hún lærði meðal annars hjá David Kaplan við Herb Alpert tónlistarháskólann.
Á því eina ári sem tríóið hefur starfað hafa þau leikið tónlist af ýmsum toga og þau hlakka til að halda áfram að kynnast nýjum verkum og flytja þau.