Fram koma
Asteío Trio:
Veola Sun, píanó
Claire Hebeisen, fiðla
Anthony De Clara, selló
Tónlist
Píanótríóin tvö sem eru á dagskrá þessara hádegistónleika eru einkar fallegar tónsmíðar og eiga það sameiginlegt að hafa verið gjafir til kvenna. Tríó Haydns er tileinkað vinkonu hans, Rebeccu Schroeter, sem hann kynntist í Lundúnaferðum sínum í lok 18. aldar og varð afar hrifinn af. Tríó Mendelssohns er samið hálfri öld síðar og tileinkað vini tónskáldsins, fiðluleikaranum Louis Spohr, en fært systur Mendelssohns, Fanny, í afmælisgjöf árið 1846.
Efnisskrá
Joseph Haydn Píanótríó nr. 38 í D-dúr, Hob. XV:24 I. Allegro II. Andante III. Allegro, ma non dolce
Felix Mendelssohn Píanótríó nr. 2 í c-moll, Op. 66 I. Allegro energico e con fuoco II. Andante espressivo III. Scherzo: Molto Allegro quasi Presto IV. Finale: Allegro appassionato
Edinborg Bistro er opið í hádeginu þá daga sem hádegistónleikar eru á dagskrá. Í boði er að kaupa sjávarréttasúpu og brauð á 1.950 kr. eða grænmetissúpu (vegan). Athugið að ekki er gert ráð fyrir að tónleikagestir matist á meðan á tónleikunum stendur.