Um listamanninn
Cauda Collective er hópur skapandi tónlistarflytjenda sem horfa út fyrir rammann í flutningi sínum. Í starfi hópsins er lögð áhersla á að vinna náið með tónskáldum og hefur hópurinn frumflutt fjölda nýrra tónverka. Hópurinn vinnur einnig í samsköpun nýjar útsetningar á ýmis
konar tónlist, má þar nefna samstarfsverkefni með Mugison og hljómplötuna Adest Festum sem kom út árið 2021 og inniheldur nýja nálgun Cauda Collective á einu elsta nótnahandriti Íslands, Þorlákstíðum. Cauda Collective hlaut tilnefningu til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2021 í flokknum flytjandi ársins, hópar: sígild og samtímatónlist, og platan Adest Festum hlaut tilnefningu fyrir bestu plötu í flokki þjóðlagatónlistar.
ENDURFUNDIR
ENDURFUNDIR
Föstudagur 21. júní
20:00
Hamrar – Austurvegi 11
Endurfundir: Setup
Föstudagur 21. júní
14:30
Hamrar – Austurvegi 11