Fram koma
Catherine Gregory, flauta
David Kaplan, píanó
Tónlistin
Á opnunartónleikum hátíðarinnar koma fram Catherine Gregory flautuleikari og David Kaplan píanóleikari. Þau hafa leikið saman frá árinu 2014 og flétta gjarnan saman gömlu og nýju á tónleikum sínum. Á tónleikunum í Hömrum verður flautusónata Prókofíevs á dagskrá og einnig kaflar úr fiðlusónötu Césars Franck í umritun fyrir flautu og píanó. Á milli þessara verka hljóma svo Þrjú sólarlög eftir Jónas Tómasson frá árinu 1997 og verk eftir Gabrielu Lenu Frank sem var sérstaklega samið fyrir þau Catherine og David.
Tenglar
Efnisskrá
César Franck Sónata í A-dúr (umritun fyrir flautu og píanó) I. Allegretto ben moderato II. Allegro molto
Gabriela Lena Frank Five Andean Improvisations I. Quena II. Ritmo del altiplano III. Pinkillo IV. Chuta V. Sombras
Jónas Tómasson Þrjú sólarlög (Three songs to the sun)
Sergej Prokofíev Sónata fyrir flautu og píanó í D-dúr, op. 94 I. Moderato II. Scherzo III. Andante IV. Allegro con brio