Fram kemur
Oliver Rähni, píanó
Tónlist
Bolvíkingurinn ungi, Oliver Rähni, hefur þegar vakið mikla athygli fyrir píanóleik sinn og eigin tónsmíðar. Hann lauk framhaldsprófi frá Tónlistarskóla Bolungarvíkur í fyrra og hefur í tvígang fengið viðurkenningu fyrir framúrskarandi píanóleik á Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna. Á þessum tónleikum leikur hann krefjandi efnisskrá með verkum frá ýmsum tímabilum tónlistarsögunnar og einnig eigin Hugleiðingu um stef eftir Sigvalda Kaldalóns.
Tenglar
Efnisskrá
Johann Sebastian Bach, úts. D. Kabalevskíj Tokkata í d-moll, BWV 538
Wilhelm Friedemann Bach Pólónesa nr. 1 í C-dúr
Ludvig van Beethoven Sónata nr. 27 í e-moll, op. 90 I. Mit Lebhaftigkeit und durchaus mit Empfindung und Ausdruck II. Nicht zu geschwind und sehr singbar vorgetragen
Carl Maria von Weber Rondó – Perpetuum mobile úr Sónötu nr. 1, op. 24
Frédéric Chopin Pólónesa í cís-moll op. 26, nr. 1
Pjotr Tsjajkovskíj, úts. F. Libetta Pas de deux úr Þyrnirós
Pjotr Tsjajkovskíj Scène dansante: Invitation au trèpak úr 18 verkum op. 72
Árni Björnsson Sónata í d-moll op. 3 I. Allegro con fuoco
Oliver Rähni Hugleiðing um stef eftir Sigvalda Kaldalóns
Aleksandr Skrjabín Etýða í dís-moll op. 8, nr. 12