Fram kemur
David Kaplan, píanó
Tónlist
Á þessum hádegistónleikum í Edinborgarhúsinu leikur David Kaplan tvö af öndvegisverkum píanóbókmenntanna, Fantasíu Mozarts í c-moll (K. 475) og Tunglskinssónötu Beethovens. Þriðja verkið á tónleikunum er Ballade eftir finnska tónskáldið Kaiju Saariaho sem lést fyrr í mánuðinum. Ballade er samið árið 2005, stutt en áhrifamikið verk þar sem tónskáldið lætur laglínu birtast út úr þéttum tónvefnaði og hverfa inn í hann aftur.
Tenglar
Efnisskrá
Wolfgang Amadeus Mozart Fantasía í c-moll K. 475
Kaija Saariaho Ballade
Ludwig van Beethoven Sónata nr. 14 í cís-moll, op. 27 nr. 2, quasi una Fantasia. – Tunglskinssónatan
Edinborg Bistro er opið í hádeginu þá daga sem hádegistónleikar eru á dagskrá. Í boði er að kaupa sjávarréttasúpu og brauð á 1.950 kr. eða grænmetissúpu (vegan). Athugið að ekki er gert ráð fyrir að tónleikagestir matist á meðan á tónleikunum stendur.