Fram kemur
Sæunn Þorsteinsdóttir, selló
Tónlist
Um sumarsólstöður 2020, í miðjum kórónaveirufaraldri, hélt Sæunn Þorsteinsdóttir vestur á firði og efndi til tónleika í sex kirkjum þar sem hún lék allar sellósvítur Bachs, eina svítu í hverri kirkju. Guðshúsin fylltust af tónleikaþyrstum gestum sem margir fylgdu Sæunni kirkju úr kirkju, úr firði í fjörð, þar til síðasta svítan hljómaði við ysta haf rétt í þann mund sem sólin sleikti hafflötinn. Í framhaldi af þessu sólstöðuævintýri hljóðritaði Sæunn svíturnar og þær koma nú út á hljómdiski undir merkjum bandarísku útgáfunnar Sono Luminus. Á þessum hádegistónleikum – sem ber einnig upp á sumarsólstöður – er útgáfunni fagnað og Sæunn leikur einn þátt úr hverri svítu.
Efnisskrá
Johann Sebastian Bach: Prelude í G-dúr úr sellósvítu nr. 1 Allemande í d-moll úr sellósvítu nr. 2 Courante í C-dúr úr 3. sellósvítu nr. 3 Sarabanda í Es-dúr úr sellósvítu nr. 4 Gavottur í c-moll úr sellósvítu nr. 5 Gigue í D-dúr úr sellósvítu nr. 6
Edinborg Bistro er opið í hádeginu þá daga sem hádegistónleikar eru á dagskrá. Í boði er að kaupa sjávarréttasúpu og brauð á 1.950 kr. eða grænmetissúpu (vegan). Athugið að ekki er gert ráð fyrir að tónleikagestir matist á meðan á tónleikunum stendur.