Um listamanninn
Baritónsöngvarinn Colin Levin hefur sérhæft sig í norrænum sönglögum, bæði sem söngvari, tónlistarfræðingur og söngkennari. Hann stundaði nám við Oberlin tónlistarháskólann í Illinois og við Rutgers-háskóla þar sem hann vann til verðlauna fyrir doktorsverkefni sitt um íslensk sönglög. Hann heldur oft ljóðatónleika með norrænni tónlist og hefur einnig haldið fjölda fyrirlestra um efnið, meðal annars við Listaháskóla Íslands. Á komandi vetri verður hann í rannsóknarstöðu á vegum American-Scandinavian Foundation og mun vinna að heildarskrá yfir íslenskar söngbókmenntir auk þess að búa til útgáfu og flytja síðasta sönglag Jórunnar Viðar, Gátur fyrir konunga.
En Colin einskorðar sig ekki við norræn sönglög. Hann hefur sungið hlutverk í óperum eftir Mozart, Rossini, Puccini og Britten og tekið þátt í frumflutningi nýrra bandarískra tónverka. Í vetur söng hann einsöng í Requiem eftir Gabriel Fauré í Carnegie Hall og aðalhlutverkið í óperunni The Desert Song eftir Sigmund Romberg í Vetraróperunni í St. Louis, svo eitthvað sé nefnt.