BRYGGJUSALUR EDINBORGARHÚSS, ÞRIÐJUDAGUR 18 JÚNÍ KL. 12:15
Tónlist
Stevanovich hefur verið kallaður töframaður á harmonikkuna og vekur stöðugt aðdáun fyrir fjölhæfni sína og nýsköpun. Hann leikur jöfnum höndum nýja tónlist og gamla, allt frá endurreisn til Schuberts, Mahlers og Hindemiths, og hefur þróað afar persónulegan stíl. Goran er fæddur í Bosníu-Hersegóvínu og hóf þar að leika á harmónikku en stundaði framhaldsnám við Tónlistarháskólann í Hannover þar sem hann gegnir nú lektorsstöðu.
Stevanovich has been called a wizard on the accordion, consistently garnering admiration for his versatility and innovation. He is equally at home in new and old music and has developed a highly personalised style. Goran was born in Bosnia-Herzegovina where he began playing the accordion, later pursuing further studies at the Hannover University of Music, where he now holds a teaching position.
Tónleikarnir njóta stuðnings Goethe Institute.