Fram koma
Hljómsveitin Gosi
Kristín Sesselja
Tónlist
Við fögnum þjóðhátíðardeginum, lýðveldinu og upphafi tónlistarhátíðarinnar Við Djúpið með pikknikk-tónleikum í Blómagarðinum, Austurvelli. Fram koma Hljómsveitin Gosi og Kristín Sesselja. Þar eru í fararbroddi ungir ísfirskir tónlistarmenn sem nú gera garðinn frægan á landinu og öldum ljósvakans.
Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill. Þeir eru haldnir í samstarfi við Ísafjarðarbæ og hluti af 17. júní-hátíðarhöldum sveitarfélagsins.
Á staðnum verða til sölu kaffiveitingar en gestir eru hvattir til að taka tjaldstóla eða teppi með sér.