VIÐ DJÚPIÐ

Column 1:

11. tónlistarhátíðinni er lokið en hún fór fram dagana 18. - 23. júní 2013. Að venju var glæsileg tónleikadagskrá á hátíðinni en fram komu Decoda frá New York, Owen Dalby, fiðluleikari, James McVinnie, orgelleikari ásamt því sem frumfluttur var tónlistargjörningurinn 4 horn eftir þá Halldór Smárason, Gunnar Jónsson, Kristinn Gaura Einarsson og Valdimar Olgeirsson. Þá voru einnig frumflutt verk eftir Úlf Hansson, Árna Frey Gunnarsson, Önnu Þorvaldsdóttur og Finn Karlsson en verkin voru sérstaklega pöntuð af hátíðinni.

Auk þessa komu fram á tónleikaröðinni Kenjar hússins Hjalti Karlsson, Valdimar Olgeirsson, Skúli mennski ásamt Þungri byrgði og Sigríður Thorlacíus. Óskar Guðjónsson, Mugison og Carol McGonnel léku á hádegistónleikum hátíðarinnar

12. tónlistarhátíðin Við Djúpið verður haldin þegar sól er hæst á lofti í júní 2014. Sjáumst þá. 

Column 2:

NÝ TÓNSKÁLD

Fimmta árið í röð hefur tónlistarhátiðin Við Djúpið pantað tónverk af 3 ungum tónskáldum. Kammerhópurinn Decoda æfir verkin að tónskáldunum viðstöddum á hátíðinni og frumflytur þau svo sérstaklega á tónleikum laugardaginn 22. júní.

Tónskáldin eru:

ÁRNI FREYR GUNNARSSON
FINNUR KARLSSON
ÚLFUR HANSSON

 

DAGSKRÁ FYRIR ALLA

Tónlistarhátíðin býður upp á dagskrá fyrir alla, allan daginn, frá morgni til kvölds. Alla daga hátíðarinnar er boðið upp á þrenna tónleika af fjölbreyttu tagi. Allir tónleikarnir eru að sjálfsögðu opnir öllum.

Kennsla á námskeiðum er rauði þráður hátíðarinnar. Kennslan fer fram frá þriðjudagi til laugardags, að mestu leiti í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Námskeiðin eru opin almenningi til áheyrnar.

Hér má finna nánari upplýsingar um dagskrána og miðaverð.

Column 3:

AÐALKENNARAR //
ARTISTS IN RESIDENCE:

JAMES MCVINNIE

OWEN DALBY

MYNDIR OG MEIRA //
PHOTOS AND NEWS

Það er tilvalið að heimsækja Facebook síðu hátíðarinnar til að skoða myndir frá liðnum hátíðum. Á síðunni birtast líka skemmtilegir tenglar sem tengjast hátíðinni og listamönnum hnnar.

Við Djúpið á Facebook.

//

Check out our Facebook fan page to get updates on our plans for this year´s festival and to see photos from the previous festivals.

Við Djúpið on Facebook.

 

Syndicate content