SAGAN
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var fyrst haldin á Ísafirði og nágrenni um sumarsólstöður árið 2003. Frá upphafi hefur námskeiðahald verið meginstef hátíðarinnar. Framúrskarandi kennarar taka þátt og bjóða þátttakendum upp á námskeið með masterclass sniði. Þetta námskeiðahald var lengi vel einsdæmi á landinu og voru um tíma einingabær í Listaháskóla Íslands.
Strax í upphafi skapaðist svo hefð fyrir því að aðalkennarar hátíðarinnar léku á tónleikum í dagskrá hennar enda hefur hátíðinni ævinlega lánast að fá góða tónlistarmenn til þess að stýra námskeiðunum. Þar að auki koma ýmsir aðrir listamenn fram í hátíðardagskránni sem og nemendur námskeiðanna sem allir koma fram á tónleikum. Með þennan grunn að leiðarljósi var síðar byggt ofaná dagskrá tónlistarhátíðarinnar.
Þar ber fyrst að nefna verkefni sem Tónlistarhátíðin Við Djúpið í samstarfi við Rás 1 stóð fyrir fjögur ár í röð; „Leit að nýjum tónskáldum“, þar sem ungum tónskáldum var boðið til samstarfs við framúrskarandi hljóðfæraleikara. Afraksturinn, ný tónverk.
Hljóðfærahóparnir sem tóku þátt voru Ísafold kammersveit, blásarakvintett frá Nordic Chamber Soloists og nú síðast Ensemble ACJW frá Carnegie Hall í New York (nú Decoda).
Til viðbótar hefur verið efnt til hádegistónleikaraðar, á tímabili í samvinnu viðHáskólasetur Vestfjarða en nú Edinborgarhúsið, þar sem almenningi gefst tækifæri á að skyggnast aðeins nánar inn í heim tónlistarinnar, en gengur og gerist.
VIÐ DJÚPIÐ Í DAG
Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram dagana 17.–21. júní 2023. Hún er haldin af áhugafólki frá Ísafirði með stuðningi fjölmargra aðila.
Á hátíðinni verða námskeið í kammerleik ásamt masterclass-námskeiðum á flautu og píanó. Þá er í tengslum við hátíðina haldin lokavinnustofa spunanámskeiðs Sæunnar Þorsteinsdóttur. Hún ásamt tveimur félögum úr Decoda Ensemble, þeim Catherine Gregory og David Kaplan eru aðalkennararnir Við Djúpið 2023.
Stjórnandi: Greipur Gíslason
Verkefnastjórar: Bjarney Ingibjörg Gunnlaugssóttir Pétur Ernir Svavarsson (í leyfi)
Listrænn ráðgjafi: Sæunn Þorsteinsdóttir
Hönnuðir: Anton Jónas Illugason Símon Viðarsson
Textar í efnisskrár: Svanhildur Óskarsdóttir
MIÐASALA
Miðasala á hátíðina fer fram á tónleikastað og með rafrænum hætti á netinu. Hægt er að kaupa staka miða eða hátíðarpassa sem gildir á alla tónleika.
Aðgangur er ókeypis á hádegistónleika í Edinborg og nemendatónleika.
Almennt miðaverð: 3.000 kr.
Ungt fólk og námsmenn: 2.000 kr.
Hátíðarpassi: 7.500 kr.