Píanóveisla: Erna Vala Arnardóttir

Tónleikar í Hömrum, sal Tónlistarfélags Ísafjarðar við Austurveg 11, Ísafirði.

Kl: 17.

Efnisskrá

A. Scriabin (1872-1915): Sónata nr. 4 í Fís-dúr, Op. 30

I. Andante II. Prestissimo Volando

J. Sibelius (1865-1957): Úr 10 stykkjum fyrir píanó, Op. 24

4. Romance 5. Valse 9. Romance

W. A. Mozart (1756-1791): Sónata í D-dúr, K. 576

I. Allegro II. Adagio III. Allegretto 

Hlé

R. Schumann (1810-1856): Kreisleriana, Op. 16

1. Äußerst bewegt 2. Sehr innig und nicht zu rasch 3. Sehr Aufgeregt  4. Sehr langsam 5. Sehr lebhaft 6. Sehr langsam 7. Sehr rasch 8. Schnell und spielend

Miðasala

Miðasala við innganginn.

Miðaverð: 2.500 kr. (2.000 kr. fyrir lífeyrisþega og námsmenn). Þrennir tónleikar á 4.500 kr.

Viðburðurinn á Facebook:

Um Ernu Völu

Erna Vala Arnardóttir, píanóleikari fædd 1995, hefur komið fram víða í Evrópu og Bandaríkjunum síðustu ár auk þess að vinna til fjölda verðlauna fyrir píanóleik sinn. Þar má helst nefna heiðursorðuna Hvítu Rósina frá forseta Finnlands, Sauli Niinistö, en hún vareinnig ein sigurvegara Ungra einleikara árið 2014 og hlaut fyrstu verðlaun í efsta flokki EPTA píanókeppninnar á Íslandi 2015. Erna Vala hefur komið fram sem einleikari með bæði Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveit Áhugamanna. Síðustu misseri hefur hún tekið virkan þátt í tónlistarlífi á Íslandi, og leikið einleikstónleika meðal annars við Tíbrá og Menning á miðvikudögum, tónleikaraðir Salarins í Kópavogi. Hún hefur einnig komið fram sem gestalistamaður ýmissa hátíða erlendis, til dæmis Arctic Initiative í Washington D.C., Albignac Piano Festival í Frakklandi og Trinity Laban samtímalistahátíðar í London. Erna Vala stofnaði menningarfélagið Íslenska Schumannfélagið sumarið 2020 og starfar sem formaður þess. Erna Vala er stofnandi og listrænn stjórnandi tónlistarhátíðarinnar Seiglu sem haldin er árlega í byrjun ágúst í Hörpu. Erna Vala lauk meistaragráðu í píanóleik við Síbelíusarakademíuna í Helsinki hjá Hömsu Juris vorið 2019. Hún hóf doktorsnám sama ár við USC Thornton School of Music í Kaliforníu sem Fulbright nemi undir handleiðslu Bernadene Blaha. Áður lauk hún bakkalárgráðu og diplóma í píanóleik við Listaháskóla Íslands hjá Peter Máté. Nú stundar hún meistaranám í hljóðfærakennslu við Listaháskóla Íslands samhliða kennslu við Tónlistarskólann í Kópavogi og tónleikahaldi.