Pikknikk-tónleikar

Tónlistarhátíðin Við Djúpið og Ísafjarðarbær efna til pikknikk-tónleika í Blómagarðinum, Austurvelli, á Ísafirði á lýðveldisdaginn, 17. júní. Fram koma Katla Vigdís og Salóme Katrín!

Gestir á öllum aldri eru hvött til að koma með teppin og útilegastólana og eiga notalega stund á þjóðhátíðardaginn.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill.

Veitingar

Á staðnum verður veitingasala frá Heimabyggð og hægt að kaupa huggulegar pikknikk-veitingar.

Viðburðurinn á Facebook: