17.–21. JÚNÍ 2025
Við Djúpið er kammertónlistarhátíð þar sem ný og gömul tónlist mætast í fjöbreyttri tónleikadasgskrá þegar sól er hæst á lofti – um sumarsólstöður – á Ísafirði ár hvert. Samhliða tónleikadagskrá er boðið upp á sumarnámskeið fyrir tónlistarnemendur og tónlistarleikjanámskeið fyrir börn. Ísafjörður skapar einstaka umgjörð þar sem aðstaða til tónleika- og námskeiðshalds er til fyrirmyndar og náttúran býður upp á afþreyingu fyrir alla.
Árið 2025 fer tónlistarhátíðin Við Djúpið fram dagana 17.–21. júní. Alla daga eru í það minnsta tvennir tónleikar á dagskrá; um miðjan dag og að kvöldi og þegar líður á þéttist dagskráin. Aðaltónleikaröð hátíðarinnar fer fram í Hömrum, sal Tónlistarfélags Ísafjarðar en aðrir ýmist í Edinborg eða annarsstaðar í bænum.
Samhliða tónleikadagskránni fara fram námskeið fyrir tónlistarnemendur með masterclass- og hópkennslusniði í kammartónlistarflutningi auk masterclass-námskeiðum á einstök hljóðfæri. Aðalnámskeið hátíðarinnar er kammernámskeið þar sem nemendum er komið fyrir í kammerhópum.
Í tengslum við hátíðina er boðið upp á hliðardagskrá fyrir tónleikagesti þar sem afþreyingarmöguleikum svæðisins er ofið saman við einstaka sérviðburði sem hátíðin stendur fyrir.
MIÐASALA
Miðasala fer fram á vefnum og á tónleikastöðum. Miðaverði er stillt í hóf. Hægt er að kaupa hátíðarpassa sem veitir aðgang að öllum tónleikum í Hömrum, Edinborg og Dokkunni og afslátt að sérviðburðum svo sem Sumarjazz Jómfrúarinnar.
LISTAMENN
Helga Karen (FI) píanó
Owen Dalby (US) fiðla
Ellis Ludwig Leone (US) söngvaskáld
Tuomas Toivonen (FI) fiðla
Carol McGonnel (ÍE) klarinett
Sigríður Thorlacius (ÍS) söngur
Hildigunnur Einarsdóttir (ÍS) söngur
Helga Kristbjörg Guðmunddóttir (ÍS) harmonika
Decoda (US) kvartett
Antigone (US) tríó
HÁTÍÐIN
Greipur Gíslason
Stjórnandi greipur@viddjupid.is
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir
Verkefnastjóri bjarneyingibjorg@gmail.com
Sæunn Þorsteinsdóttir
Listrænn ráðgjafi saeunn@gmail.com
Grace M. Alexander
Þróun og framleiðsla gracemalexander@gmail.com
Pétur Ernir Svavarsson
Aðstoð
BAKHJARLAR
Tónlistarfélag Ísafjarðar
Tónlistarskóli Ísafjarðar
Edinborg Menningarmiðstöð
MEÐ STUÐNINGI FRÁ
Sóknaráætlun Vestfjarða
Ísafjarðarbær
Norræna menningaráætlunin
Menningarsjóður Íslands og Finnlands
Í SAMVINNU VIÐ
The Fjord Hub
Jómfrúin
Hótel Ísafjörður
Tjöruhúsið